Við gerum heiminn að betri stað, saman
Milljónir manna eru tengdir saman dag hvern
Með því að tengja saman meira en 4 milljarða korthafa við yfir 130 milljónir söluaðila, ~14.500 fjármálastofnanir og stjórnsýslur í yfir 200 löndum og yfirráðasvæðum¹, hjálpum við að jafna stöðuna fyrir þá sem hingað til hafa verið hornreka.
Tæknisamstarf sem hjálpar til við að brjóta niður múra
Tækniframfarir hjálpa enn fleirum að taka þátt í hagkerfi nútímans. Þess vegna erum við í samstarfi við fjártæknifyrirtæki af öllum stærðum til þess að greiða fyrir stafrænum greiðslulausnum framtíðarinnar.
Markmið okkar er að hjálpa til við að gera heiminn að betri stað
Við leggjum áherslu á sjálfbærni, ábyrgan rekstur og jafnrétti á vinnustaðnum. Hvern einasta dag.
Fólkið okkar er okkar verðmætasti auður. Við leggjum ríka áherslu á leiðtogahæfni og göngum úr skugga um að okkar 20.000+ starfsmenn hafi aðgang að þeim aðföngum sem þarf til að ná árangri.
– Al Kelly, starfandi stjórnarformaður
Meira gert til að stuðla að sjálfbærni
Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að vernda plánetuna okkar og við leggjum okkar af mörkum til þess að styðja við sjálfbærni í starfsemi okkar og í viðskiptum yfirleitt.
Listi yfir siðferðislega fremstu fyrirtækin 2023
Ethisphere er fyrirtæki sem tileinkar sig framförum á sviði siðferðismála í viðskiptaháttum og hefur hlotið heiðursviðurkenningu Visa ellefta árið í röð. Hér er sönnunin -
Viðleitni til fjölbreytni og þátttöku allra
Við erum staðráðin í að byggja og viðhalda vinnustað sem byggir á fjölbreytni og þátttöku allra.
Starfsmenn hafa safnað $14 milljónum fyrir góðgerðarstarfsemi
Árið 2020 gáfu nær 6.000 starfsmenn Visa $5,5 milljónir til 4.600 góðgerðarfélaga um allan heim og bætti Visa við $8.5 milljónum til viðbótar.⁴
NEÐANMÁLSGREINAR
¹Visa. (2023). Staðreyndablað Visa. [Upplýsingagrafík] Sótt frá https://usa.visa.com/dam/VCOM/global/about-visa/documents/aboutvisafactsheet.pdf
²The World Bank. Fjármál lítilla og meðalstórra fyrirtækja (e. Small and Medium Enterprises (SMES) Finance).
³ The World Bank. The Global Findex Database 2017.
⁴Visa. Samfélagsleg áhrif. Sótt 1. júní 2021.