Fjárfestingar okkar

Þjóna sem lyftistöng fyrir alla, allsstaðar, með því að byggja upp þekkingu og hæfni í gegnum úrræði sem stuðla að jöfnu aðgengi að traustum og handhægum leiðum til að flytja peninga.

Samstarfsaðilar í alþjóðlega samfélaginu okkar

Practical Business Skills logo

Úrræði fyrir fjármálamenntun

Alþjóðlegt stafrænt verkefni á vegum Visa veitir eigendum lítilla fyrirtækja og örfyrirtækja aðgang að ókeypis fræðsluúrræðum til að hjálpa þeim að hefja rekstur, stjórna fyrirtækjum sínum og vaxa.

Women's World Banking logo

Valdefling fyrirtækja sem rekin eru af konum

Samstarf á vegum Visa Foundation hjálpar milljónum lítilla fyrirtækja og örfyrirtækja sem rekin eru af konum um allan heim.

Hand in Hand International logo.

Stuðningur við örfyrirtæki í Kenýa

Samstarf okkar við Hand in Hand veitir rúmlega 10,000 örfyrirtækjum í Kenýa, þar af 75% í eigu kvenna, aðgang að viðskipta- og fjármálamenntun og aukinn aðgang að fjármálaþjónustu.

Visa’s UMKM Bisa! campaign with Gojek logo

UMKM Bisa!

I samstarfi við Gojek í Indónesíu veitir Visa eigendum lítilla fyrirtækja og örfyrirtækja kennslu í gegnum netið og aðstoð til að viðhalda og efla rekstur sinn.

VillageCapital logo

Village Capital

Samstarf á vegum Visa Foundation til að styðja við aðila sem vinna að því að brúa fjármagnsbilið sem frumkvöðlar í Suður-Ameríku standa frammi fyrir, með áherslu á nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu og landbúnaðar.

IFAD logo with byline phrase Investing in rural people.

Alþjóðlegur landbúnaðarþróunarsjóður

Samstarf á vegum Visa Foundation sem skapar atvinnutækifæri fyrir ungt fólk á landsbyggðinni í Afríku með því að hanna tengslanet nýstárlegra og samþættra búskaparstöðva til að byggja upp frumkvöðlastarfsemi sem og tækni- og stjórnunarkunnáttu.

TechnoServe logo with byline phrase Business Solutions to Poverty.

TechnoServe

Samstarf á vegum Visa Foundation með það að markmiði að efla kynjafjölbreytni bændasamvinnufélaga á Indlandi og stofnanir þeirra svo þau séu betur í stakk búin að standa af sér efnahagsleg áföll.

Visa’s partnership with IFundWomen displaying grant program winners.

IFundWomen

Alþjóðlegt samstarf til að hjálpa konum í atvinnurekstri að tryggja sér það fjármagn sem þær þurfa í gegnum samkeppni um styrki og aðgang að faglegri viðskiptaþjálfun.

Kiva logo

Kiva

Samstarf á vegum Visa Foundation til að auka fjárhagslegt aðgengi fyrir lítil fyrirtæki og örfyrirtæki þar sem starfsfólk Visa aðstoðar við að veita fyrirtækjum innan verkefnisins örlán.


Starfsfólk okkar hefur áhrif

Visa hvetur og styður starfsfólk til að hafa áhrif á þann hátt sem veitir þeim mestan innblástur, hvort sem það er með sjálfboðavinnu, fjárframlögum eða aðstoð við valdeflingu fólks og samfélög í neyð.

Orlof til að sinna sjálfboðastarfi

Starfsfólk fær 16 klst af orlofi til að sinna sjálfboðastarfi.

Leiðsagnar- og lánaverkefni

Starfshópurinn okkar hjálpar litlum fyrirtækjum með því að veita leiðsögn og Kiva-lán.

Dollars for Doers

Starfsfólk fær 10 dollara fyrir hverja klukkustund sjálfboðastarfs til að gefa til góðgerðamála.


Mælanleg góð áhrif

Lítil fyrirtæki og örfyrirtæki

50 M

Við erum staðráðin í að virkja með stafrænum hætti 50 milljónir lítilla fyrirtækja og örfyrirtæki um allan heim fyrir árið 2023 sem hluti af viðleitni okkar til að efla stafrænt jafnrétti.

Jöfnuður og aðgengi án aðgreiningar

500 M

Við náðum því markmiði okkar að veita 500 milljónum manns með lítinn eða engan aðgang að bankaþjónustu aðgang að stafrænum greiðslureikningum fyrir árið 2020 og höldum því starfi áfram.

Samfélagsleg verkefni

80 %

Á árinu 2022 tók 80% vinnuhópsins okkar þátt í Visa-verkefnum sem snérust um að gefa til baka til samfélagsins.*

* Gögn sem voru metin á fjárhagsárinu 2022 (FY22), sem stendur frá október 2021 til september 2022

Kynntu þér Visa Foundation

Visa Foundation miðar að því að styðja við jafnt aðgengi í hagkerfinu, þar sem allir, allsstaðar geta dafnað.