
Lítil og örlítil fyrirtæki
Lítil og örlítil fyrirtæki eru hornsteinar hins alþjóðlega hagkerfis. Við erum staðráðin í að útvega verkfæri og úrræði til að styrkja þau með færni, lausnum og aðgangi að netum og fjármálaþjónustu til að fjármagna, reka og stækka fyrirtæki sín.
FORGANGSVERKEFNI
- Fjármálamenntun og uppbygging stafrænnar kunnáttu
- Stafræn viðskipti og geta
- Réttlátur aðgangur að fjármagni

Sanngirni og aðgangur
Við teljum að samfélög og hagkerfi þrífist best þegar allir einstaklingar og fyrirtæki fá aðgang að formlega fjármálakerfinu og geta notið góðs af fjárhagslegum og stafrænum aðgangi. Frumkvæði okkar og samstarf hafa það að markmiði að gera öllum kleift að fá sanngjarnan aðgang að hinu fjárhagslega og stafræna vistkerfi, alls staðar.
FORGANGSVERKEFNI
- Fjárhagsleg velgengni kvenna
- Kynþáttajöfnuður
- Fjármálaleg þátttaka allra og stafrænn jöfnuður
- Fjármálamenntun

Samfélag
Við erum staðráðin í að styrkja samfélögin þar sem við búum og störfum með því að nota fjármagn okkar, net og hæfileika alþjóðlegs starfsfólks okkar til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif þar sem þess er mest þörf.
FORGANGSVERKEFNI
- Líknarstarf og mannúðaraðstoð
- Sjálfboðaliðastarf og gjafmildi starfsfólks
- Mannúð
Áhrif okkar
Gjafmildi í þágu mannúðar
Á árinu 2020 gaf Visa Inc. meira en $23,5 milljónir til góðgerðarsamtaka um heim allan, og Visa Foundation veitti $22,7 milljónir í styrki.

Hvernig við valdeflum starfsfólk
- Jöfnum gjafir að verðmæti allt að $10.000 árlega á hvern starfsmann
- Tvöföld jöfnun á gjafmildum þriðjudegi og fyrir valin framlög til líknarstarfs
- Sjálfboðaliðar fá 16 klukkustunda frí
- Ávinningur fyrir þau sem leggja sitt af mörkum: starfsfólk fær borgað $10 fyrir hverja klukkustund sjálfboðastarfs í þágu góðgerðarsamtaka
- Leiðsögn fyrir lítil fyrirtæki og Kiva lánaverkefni