Fyrsta skrefið að því að vinna sér inn traust fólks er að einsetja sér að standa vörð um persónuupplýsingar og öryggi þeirra. Okkar sýn á þetta er einföld: við notum gögnin sem okkur er treyst fyrir til góðs fyrir viðskiptavini og til að hjálpa fyrirtækjum og hagkerfum að vaxa.
Við vitum að þú býst við þægindum, öryggi og persónuvernd í greiðsluupplifun þinni. Til að uppfylla væntingar þínar höfum við skuldbundið okkur til eftirfarandi persónuverndarúrræða:
- Visa selur ekki persónuupplýsingar þínar. Í Alþjóðlegu persónuverndartilkynningunni okkar greinum við frá því hvernig við deilum upplýsingum, svo sem hvenær við vinnum úr greiðslum, veitum útgefanda kortsins þjónustu, fyrirbyggjum svik eða varðandi samþykki þitt.
- Við notum persónuupplýsingar eingöngu í skilgreindum, viðeigandi tilgangi. Auk þess að reka eitt stærsta rafræna greiðslunet heims, bjóðum við upp á auðkenningar-, svikavarnar-, hollustu-, vildarlausna-, ráðgjafar- og gagnavinnsluþjónustu. Við búum einnig til gagnavörur sem veita viðskiptavinum okkar innsýn inn rekstrarframmistöðu þeirra. Þessar vörur innihalda gögn sem eru óauðkennanlegar af persónuverndarástæðum.
- Við fylgjum ýtrustu lagalegu stöðlum í hvívetna. Nánast öll lög er varða persónuvernd og öryggi gilda fyrir starfsemi okkar og við skiljum að við erum skyldug til að fylgja þeim öllum.
- Við fylgjum skuldbindingum okkar eftir með ítarlegum frammistöðumati. Alþjóðlega persónuverndarkerfið okkar byggir á umfangsmiklum eftirlitsramma sem styður við prófanir og sjálfstæða endurskoðun. Allt starfsfólk Visa hefur hlotið þjálfun í öryggis- og persónuverndarmálum. Við fjárfestum einnig mikið í netöryggi til að vernda persónuupplýsingar sem geymar eru í okkar kerfum og þannig koma í veg fyrir árásir á netkerfin okkar.