Tilkynning um vafrakökur Visa
Leiðbeiningar um vafrakökur og aðra tækni
- Vafrakökur
Vafrakökur eru litlar textaskrár sem vefsíður senda í tölvuna þína eða önnur nettengd tæki til að auðkenna vafrann þinn eða til að geyma upplýsingar eða stillingar í vafranum þínum. Vafrakökur gera okkur kleift að þekkja þig þegar þú snýrð aftur. Þær hjálpa okkur einnig að veita sérsniðna upplifun og gera okkur kleift að greina vissa gerð af svindlstarfsemi.
Vafrakökur fyrsta aðila eru þær sem Visa kemur fyrir eða eru framkallaðar af léni sem er heimsótt reglulega, t.d. samfélagsmiðill. Þessar vafrakökur eru notaðar af Visa og innihalda allar nauðsynlegar vafrakökur sem styðja við grunnvirkni á vefsíðum og smáforritum okkar.
Vafrakökur þriðja aðila koma frá öðru fyrirtæki, meðal annars þjónustuveitendum, samfélagsmiðlum og þriðju aðila auglýsingafyrirtækjum. Þriðju aðilar geta lesið þær vafrakökur sem þeir koma fyrir hjá þér þegar þú heimsækir aðrar síður á auglýsinganetinu og út frá því búið til persónusnið sem byggir á hegðun þinni á netinu og sent markmiðaðar auglýsingar frá öllum viðskiptavinum sínum.
- Pixlamerki og vefvitar
Pixlamerki (einnig þekkt sem vefvitar) eru örsmáar myndir og litlir kóðar sem settir eru á vefsíður, í auglýsingar eða í tölvupósta sem gera okkur kleift að ákvarða hvort þú hafir framkvæmt ákveðna aðgerð. Þegar þú opnar þessar síður eða opnar tölvupóst lætur merkið okkur vita að þú hafir opnað vefsíðuna eða tölvupóstinn. Þessi tól gera okkur kleift að mæla viðbrögð við samskiptum okkar og bæta vefsíður og kynningar.
- Netþjónaskrár
Netþjónaskrár skrá notkun á vefsíðum okkar. Aðrar tegundir skráa safna svipuðum upplýsingum frá smáforritum okkar. Þessi skráningarforrit safna upplýsingum um tækið sem þú notar til að fá aðgang að vefsíðunni okkar, tegund stýrikerfis þíns, gerð vafrans, lén og aðrar kerfisstillingar, ásamt tungumálinu sem kerfið notar og í hvaða landi og á hvaða tímabelti tækið er staðsett. Skrár okkar skrá einnig IP-tölu þess tækis sem þú notar til að tengjast netinu. IP-tala er einstakt auðkenni sem tæki þurfa til að bera kennsl á og hafa samskipti við hvert annað á netinu. Við kunnum einnig að safna upplýsingum um vefsíðuna sem þú varst á áður en þú fórst inn á síðu Visa og vefsíðuna sem þú ferð á eftir að þú ferð af síðunni okkar.
-
-
Við notum vafrakökur og önnur gagnasöfnunartól á netinu í ýmsum tilgangi.
- Eingöngu nauðsynlegar vafrakökur og merki eru notuð til að styðja við grunnvirkni vefsíðna okkar og appa. Þær gera kleift að framkvæma helstu aðgerðir vefsíðunnar, svo sem auðkenningu, öryggi, netstjórnun og aðgengi. Þú gætir hugsanlega slökkt á þeim með því að breyta stillingum vafrans þíns, en það getur haft áhrif á virkni vefsíðunnar.
- Greiningarvafrakökur og merki eru notuð til að mæla samanlagða virkni gesta á vefsíðunni, sem gerir Visa kleift að fínstilla efni. Þessar eru aðeins meðhöndlaðar sem sérstakur flokkur vafrakaka í ákveðnum löndum þar sem þessar vafrakökur geta verið „virkar“ sjálfgefið (sem gerir þér kleift að slökkva á þeim að eigin vali). Annars eru þessar vafrakökur flokkaðar undir flokkinn „frammistaða og virkni“ sem er talinn upp hér að neðan og verða sjálfkrafa „slökkt á“ þar sem þess er krafist (eins og í Bretlandi/ESB).
- Frammistöðu- og virknivafrakökur og merki eru notuð af okkur og þjónustuaðilum okkar til að stjórna vefsíðum okkar. Þessi starfsemi getur falið í sér að safna greiningum um gesti vefsíðu okkar og safna upplýsingum um notkun vefsíðunnar. Við notum upplýsingarnar til að taka saman skýrslur og til að hjálpa okkur að bæta vefsíðuna. Þessar vafrakökur hjálpa okkur að safna gögnum til að hámarka frammistöðu vefsíðu okkar.
- Vafrakökur fyrir uppplifun af vefsíðu og merki eru notuð til að styðja við upplifun þína og innihalda valkosti sem notandi velur og leiðsögn á síðunni.
- Markaðssetningar- og persónusniðnar vafrakökureru notaðar til að gera kleift að deila upplýsingum á samfélagsmiðlum og birta þér auglýsingar á Netinu sem byggja á áhugamálum.
- Vafrakökur fyrir samfélagsmiðla og merki eru notuð af okkur og samfélagsmiðlavettvöngum til að gera notendum kleift að deila efni á vefsíðum okkar. Við vinnum einnig með samfélagsmiðlum til að birta þér auglýsingar þegar þú notar þessa vettvanga. Þessi miðun er framkvæmd af kerfinu samkvæmt eigin notkunarskilmálum.
- Auglýsingavafrakökur og merki eru notuð af okkur, þjónustuaðilum okkar og þriðju aðilum til að sérsníða auglýsingar sem þér eru birtar á síðunni okkar og á öðrum síðum. Þessar vafrakökur safna gögnum um virkni þína á Netinu og gera kleift að birta auglýsingar sem gætu vakið áhuga þinn. Þessar vafrakökur skrá einnig hvaða auglýsingar þú hefur séð og hvort þú hefur haft samskipti við auglýsinguna. Þessar vafrakökur hjálpa til við að tryggja að auglýsingarnar sem þú sérð séu þér gagnlegar og ekki endurteknar.
Við gætum einnig sett inn vafrakökur og merki frá þriðja aðila þegar þú heimsækir vefsíðu Visa. Þessi aðferð gerir þessum þriðju aðilum kleift að safna upplýsingum frá þér með því að nota þessa tækni á vefsíðum okkar. Upplýsingarnar sem þeir safna eru háðar þeirra eigin persónuverndarstefnu.
Okkar netþjónaskrár skrá upplýsingar um notendur á vefsíður okkar. Við gætum notað þessar skrár í innri tilgangi, svo sem til vefstjórnunar, hagræðingar og öryggis. Við gætum einnig notað gögnin til að verjast svikum, persónusníða og auglýsa.
Notkun vafrakaka getur verið mismunandi eftir löndum eða ríkjum. Nánari upplýsingar er að finna í viðbótar persónuverndaryfirlýsingum sem birtar eru í Persónuverndarmiðstöðinni eða á viðeigandi vefsíðu eða í appi.
-
-
- Fyrir vefsíður í tilteknum löndum veitir Visa þér möguleikann á að stjórna vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar til birtingar á vefsíðu okkar með því að smella á borða sem birtist þegar fyrst er farið inn á síðuna eða með því að fara inn á tengilinn Vafrakökustillingar neðst á þeirri vefsíðu Visa sem þú ert í samskiptum við. Margar vefsíður Visa setja aðeins inn markaðssetningarvafrakökur, sérsniðnar vafrakökur og auglýsingavafrakökur ef þú samþykkir það sérstaklega með því að smella á „Samþykkja allar vafrakökur“ þegar þú heimsækir vefsíðuna fyrst. Ef þú hefur samþykkt þessar vafrakökur getur þú breytt stillingunum þínum með því að fara inn á tengilinn Vafrakökustillingar neðst á þeirri vefsíðu Visa sem þú ert í samskiptum við.
- Þú getur haft umsjón með vafrakökum og eytt vafrakökum frá Visa og öðrum fyrirtækjum í gegnum vafrastillingarnar þínar. Vafrar eins og Chrome, Internet Explorer, Firefox og Safari bjóða þér að samþykkja, hafna eða eyða vafrakökum. Farðu í „notendahjálpina“ í vafranum þínum til að læra meira. Athugaðu að vafrastillingar eru ekki notaðar til að hafa umsjón með vafrakökum fyrir Flash eða Silverlight. Til að hafa umsjón með Adobe Flash-vafrakökum þarf að fara á hjálparsíðu Flash-spilarans. Til að hafa umsjón með Microsoft Silverlight-vafrakökum þarf að fara í Silverlight-hluta persónuverndaryfirlýsingar Microsoft.
- Þú getur einnig nýtt þér þjónustu á vegum greinarinnar sem gerir þér kleift að stýra því hvernig fyrirtæki sýna þér auglýsingar.
- Network Advertising Initiative (NAI) stendur fyrir þjónustu sem gerir þér kleift að segja þig úr þátttöku hjá ýmsum þriðju aðila auglýsendum. Þú getur hafnað því að vera í markhópi NAI-meðlima með því að heimsækja https://thenai.org/opt-out/.
- Á sumum vefsíðum Visa gæti verið að þú sjáir AdChoices-táknið en það gæti birst í ákveðnum markmiðuðum auglýsingum. Þú getur smellt á AdChoices-táknið til að fá frekari upplýsingar um söfnun og notkun upplýsinga þinna eða hafnað slíkri söfnun í framtíðinni. Til að fá frekari upplýsingar um tólið „Digital Advertising Alliance Consumer Choice“ skaltu heimsækja http://optout.aboutads.info .
- Nánari upplýsingar um vafrakökur og auglýsingavalkosti á netinu frá eftirtöldum aðilum:
- Adobe Marketing Cloud: Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hvernig megi stöðva eftirlit og tilkynningaaðgerðir fyrir þessa vefsíðu hjá Adobe Marketing Cloud skaltu heimsækja úrsagnarsíðuna https://www.adobe.com/privacy/marketing-cloud.html.
- Google: Fyrir upplýsingar um hvernig Google Analytics notar gögn skaltu heimsækja „How Google uses information from sites or apps that use our services“ sem er að finna á https://policies.google.com/technologies/partner-sites.
- Í flestum tilfellum er val þitt tengt vafranum þínum. Ef þú notar aðra vafra eða önnur tæki þarftu að stilla kjörstillingarnar þínar fyrir hvern vafra og hvert tæki. Þú gætir samt fengið auglýsingar sem eru ekki sérsniðnar fyrir þig og ótengdar vafrastillingum þínum, jafnvel þó þú segir þig úr þessu.
- Þrátt fyrir að vefsíður okkar búi ekki yfir kerfi til að þekkja hin ýmsu merki til vefsíðna um að rekja ekki aðgerðir notandans (e. Do Not Track) bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á að stjórna kjörstillingum fyrir vafrakökur eins og lýst er hér að ofan. Frekari upplýsingar um rakningarmerki vafra og „Do Not Track“ má finna á https://www.allaboutdnt.com.
- Íbúar sumra landa og fylkja eru með frekari persónuverndarréttindi. Upplýsingar um þessi réttindi er að finna í meðfylgjandi persónuverndartilkynningum í Privacy Center.
-
-
Vefsíður okkar geta gert þér kleift að hafa samskipti við okkur og aðra á samfélagsmiðlum. Þessi virkni er virkjuð með vafrakökum og merkjum á samfélagsmiðlum. Til dæmis leyfa sumar vefsíður Visa þér að skrá þig inn með innskráningarupplýsingum á samfélagsmiðlum. Vinsamlegast lestu persónuverndaryfirlýsingar samfélagsmiðla þinna til að skilja hvernig þeir nota upplýsingar þínar og til að stjórna vali þín.