Við notumst við VisaNet, sem er eitt stærsta rafræna greiðslunetið í heiminum. Þetta gerir þér kleift að nota Visa kortið þitt næstum hvar sem er í heiminum. Fáðu frekari upplýsingar um VisaNet.
Þegar þú notar Visa kort (eða aðra greiðsluvöru) fáum við upp greiðslukortanúmerið þitt og aðrar upplýsingar sem gera okkur kleift að vinna úr greiðslunni sem þú varst að framkvæma. Við fáum senda dagsetningu, tíma, staðsetningu og upphæð færslunnar auk þess að fá upplýsingar um smásöluaðilann. Þessir gagnaþættir kallast „Kortafærslugögn.“ Það má vera að við fáum aðrar fjármálaupplýsingar sendar þegar verið er að vinna úr færslunni og þjónusta viðskiptavini okkar.
Við notum og afhendum kortafærslugögn svo hægt sé að virkja greiðslur þínar og til þess að:
- Reka rafræna greiðslunet Visa, þar með talin kjarnastarfsemi fjármálavinnslu, svo sem auðkenningar, bakfærslur og uppgjör á færslum og í tengdum tilgangi, svo sem fyrir sannprófun, sýndarkort, úrlausn ágreinings, svikavarnir og öryggi
- Þjónusta viðskiptavini okkar. Hafir þú til dæmis skráð þig til þátttöku í vildaráætlun útgefanda eða smásöluaðila, munum við vinna úr kortafærslugögnum til að reikna út verðlaunin og senda þér sérsniðin tilboð frá viðskiptavininum - fáðu frekari upplýsingar í Viðskiptavild og verðlaun hluta þessarar síðu.
- Fá betri skilning á því hvernig þú og aðrir nota vörur okkar, til greiningar og líkanagerðar, til að skapa viðskiptagreind og innsýn og til að skilja efnahagsþróanir
- Búa til gagnasöfn sem eru ekki persónusniðin, án auðkennis, nafnlaus og samantekin, sem notuð eru til vöruþróunar og til að veita viðskiptavinum okkar ráðgjafaþjónustu - fáðu frekari upplýsingar í Vörur og þjónusta Visa hluta þessarar síðu.
- Styðja hversdagslegar rekstrarþarfir okkar, svo sem fyrir reikningsstjórnun okkar, gæðaeftirlit, vefsíðustjórnun, samfelldan rekstur og uppbyggingu eftir hamfarir, öryggi og svikavarnir, stjórnarhætti fyrirtækja, skýrslugerð og lagalega reglufylgni
Valkostir þínir
Við skiljum að þú átt rétt á að velja hvaða greiðsluvörur þú vilt vera með og nota. Markmið okkar er að veita þér öryggi til að velja Visa þar sem við höfum skuldbundið okkur til þess að standa vörð um friðhelgi og öryggi persónuupplýsinga þinna. Þú getur haft samband við okkkur hvenær sem er með spurningar varðandi persónuverndarstefnu okkar.
Í Bandaríkjunum eru kortafærslugögnin sem Visa safnar við rekstur greiðsluneta sinna háð gildandi alríkislögum um fjármálagangaleynd. Utan Bandaríkjanna eru þessar upplýsingarnar varðar af ýmsum alþjóðlegum gagnaverndarlögum.
Visa gefur einstaklingum kost á að segja sig úr því að kortafærslugögn séu notuð til að búa til ákveðnar gagnavörur. Eins og lýst er í alþjóðlegu persónuverndartilkynningu okkar þá bætir Visa og notar kortafærslugögn fyrir Visa Advertising Solutions (VAS) í Bandaríkjunum, sem er samantekið heildarsafn af gagnavörum sem gera viðskiptavinum okkar kleift að bæta markaðsaðgerðir sínar, svo sem til að mæla árangur auglýsingaherferða sinna eða til að auðkenna markhóp markaðsherferða. VAS vörur gefa ekki upp persónuupplýsingar. Til dæmis getur VAS markaðsskýrsla sýnt viðskiptavinum okkar að neytendur á tilteknu svæði hafi tilhneigingu til þess að kaupa meira af bílavarahlutum en neytendur á öðru svæði.
Bandarískir korthafar geta valið að segja sig úr því að Visa noti kortafærslugögn þeirra í VAS. Úrsögn þessi takmarkar ekki notkun okkar á gögnum að öðru leyti í rekstri Visa, þar á meðal þar sem notkunin er rekstrarnauðsyn, lagaleg krafa, eða notuð við hönnun og rekstur á öðrum vörum og þjónustum sem tengjast ekki VAS.