Opinber greiðslutækniaðili Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra

Visa hefur verið alþjóðlegur samstarfsaðili Ólympíuleika síðan 1986 þegar fyrirtækið gekk í TOP-áætlunina sem stofnaðili. Árið 2018 framlengdi það samstarfið til ársins 2032.  Visa býður upp á háþróuð greiðslukerfi á öllum Ólympíuleikum og Ólympíumótum fatlaðra sem að tryggja þægilegar, öruggar og áreiðanlegar greiðslur fyrir íþróttafólk og aðdáendur, bæði á keppnisstöðum og heima.

Auk þess að sinna greiðsluþjónustu fyrir áhorfendur og skipulagsnefndir leikanna hefur Visa sett á laggir áætlanir sem hafa heiðrað og stutt meira en 700 efnilega íþróttamenn Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra í gegnum Team Visa frá árinu 2000 og veitt þeim nauðsynleg tæki og úrræði til að ná árangri bæði innan og utan vallar.

20 + ára stuðningur við Team Visa – alþjóðlegu styrktaráætlun okkar fyrir íþróttamenn¹

> 700 íþróttamenn hafa notið góðs af tækjum, úrræðum og stuðningi  Team Visa¹

54 % íþróttamanna Team Visa sem tóku þátt í París 2024 voru konur¹

Team Visa – staðreyndir og tölfræði

Íþróttamenn Team Visa færa kraft og þrautseigju inn í nútímaheim íþróttanna. Þetta úrvalsíþróttafólk keppist eftir metum og verðlaunapeningum og frammistaðan heldur áhorfendum á tánum.

117 íþróttamenn Team Visa kepptu á Ólympíuleikunum og Ólýmpíumóti fatlaðra í París 2024

60+ lönd sem íþróttafólk Team Visa keppti fyrir hönd í París 2024

40 keppnisgreinar sem íþróttafólk Team Visa tók þátt í, þar á meðal 10 greinar á Ólympíumóti fatlaðra í París 2024

Visa styrktarsamningar tengja okkur við viðburði sem tengja heiminn

Frá Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, FIFA World Cup™, Visa Cash App Racing Bulls og Oracle Red Bull Racing til NFL, styðjum við þessa stórmerku viðburði sem veita innblástur og tengja alla, alls staðar.