Opinber greiðslutækniaðili Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra
Visa hefur verið alþjóðlegur samstarfsaðili Ólympíuleika síðan 1986 þegar fyrirtækið gekk í TOP-áætlunina sem stofnaðili. Árið 2018 framlengdi það samstarfið til ársins 2032. Visa býður upp á háþróuð greiðslukerfi á öllum Ólympíuleikum og Ólympíumótum fatlaðra sem að tryggja þægilegar, öruggar og áreiðanlegar greiðslur fyrir íþróttafólk og aðdáendur, bæði á keppnisstöðum og heima.
Auk þess að sinna greiðsluþjónustu fyrir áhorfendur og skipulagsnefndir leikanna hefur Visa sett á laggir áætlanir sem hafa heiðrað og stutt meira en 700 efnilega íþróttamenn Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra í gegnum Team Visa frá árinu 2000 og veitt þeim nauðsynleg tæki og úrræði til að ná árangri bæði innan og utan vallar.
Team Visa – staðreyndir og tölfræði
Íþróttamenn Team Visa færa kraft og þrautseigju inn í nútímaheim íþróttanna. Þetta úrvalsíþróttafólk keppist eftir metum og verðlaunapeningum og frammistaðan heldur áhorfendum á tánum.