

Styrktarverkefni Visa tengja okkur við viðburði sem tengja saman heiminn
Styrktar- og samstarfsverkefni okkar leiða fólk frá öllum heimshornum saman og eru hvatinn að því að ýta okkur lengra en búist má við. Við styðjum stórviðburði á borð við Ólympíuleikana, Ólympíuleika fatlaðra, heimsmeistarakeppni Fifa™, Visa Cash App RB og NFL) sem tengja fólk saman allsstaðar.



Fögnum töfrandi nýju samstarfi við Disney
Við erum spennt að tilkynna nýtt samstarf milli Visa og Disney – samstarf sem sameinar tvö heimsþekkt vörumerki.

Ubisoft og Visa stefna á að breyta leiknum
Við erum stolt af samstarfinu við Ubisoft og hlökkum til að færa leikjaspilurum um allan heim ný og spennandi sóknarfæri.
alpine snowboarders

Aðalstyrktaraðili FIS Snowboard Alpine World Cup
Sem aðalstyrktaraðili FIS Snowboard Alpine World Cup færir Visa nýja orku í eina mest spennandi grein vetraríþrótta.

Opinber samstarfsaðili Euroleague Basketball
Visa er stolt af því að vera opinber greiðsluaðili Turkish Airlines EuroLeague og BKT EuroCup.

Alþjóðlegur samstarfsaðili Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra til ársins 2032
Skuldbinding okkar við Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra snýst um meira en styrkveitingu. Við höfum verið samstarfsaðili Ólympíuhreyfingarinnar frá árinu 1986 og tókum þátt með stolti sem fyrsti alþjóðlegi samstarfsaðili Ólympíunefndar fatlaðra árið 2003. Við viljum valdefla íþróttamenn og nota íþróttirnar til að skapa heim þar sem allir geta tekið þátt.

Stoltur styrktaraðili NFL frá árinu 1995
Frá árinu 1995 hefur Visa verið stoltur styrktaraðili NFL. Sem einkaréttarhafi á greiðsluþjónustu fyrir NFL og opinbera viðburði NFL höldum við áfram nýsköpun okkar til að bjóða upp á hraðari, öruggari og hentugri greiðsluleiðir til að sjá til þess að aðdáendur missi ekki af neinu á vellinum.

UEFA kvennafótbolti
Sem fyrsti sjálfstæði samstarfsaðili UEFA kvennafótbolta hefur fjárfesting Visa í kvennafótbolta frá 2018 hjálpað til við að auka sýnileika íþróttarinnar á öllum stigum, stuðlað að viðurkenningu og tryggt framtíð leiksins.

Alþjóðlegur samstarfsaðili FIFA
Heimsmeistarakeppni FIFA™ kemur til Norður-Ameríku árið 2026! Sem opinber greiðslutæknisamstarfsaðili fyrir FIFA viðburði á heimsvísu mun Visa veita snurðulausa og örugga viðskiptaupplifun fyrir ástríðufulla aðdáendur FIFA á staðnum og bjóða upp á spennandi aðgang fyrir Visa korthafa. Visa hefur bætt mótsupplifunina á meira en 40 FIFA viðburðum frá arinu 2007.
formula one car

Fyrsti alþjóðlegi samstarfsaðili beggja Red Bull Formula One-liðanna
Sem fyrsti alþjóðlegi samstarfsaðili Visa Cash App RB og Oracle Red Bull Racing Formula One-liðanna er Visa stolt af því að vera í samstarfi við Red Bull Racing til að stuðla að velgengni í hröðum heimi alþjóðlegs kappaksturs. Visa og Cash App munu einnig slást í lið með Red Bull Racing til að styðja Visa Cash App RB í F1 Academy-akstursseríunni sem er eingöngu fyrir konur, og efla skuldbindingu Visa til að stuðla að valdeflingu og framgangi kvenna í gegnum kostanakerfi okkar.