Við sköpum tækifæri fyrir alla

Við erum leiðandi í stafrænum greiðslum og viljum fjarlægja hindranir og tengja fleiri við alþjóðlega hagkerfið. Við viljum upphefja alla alls staðar og vera besta leiðin til að greiða og fá greitt.

Nýsköpun sem byggir á því að hjálpa öllum

Nýsköpun er okkur eðlislæg – hún er grunnurinn að rekstri okkar og kjarninn í öllu sem við gerum.

Visa knýr hagkerfi heimsins

Við tengjum saman fyrirtæki, banka og stjórnvöld í meira en 200 löndum og landsvæðum um allan heim.

4.3 B

Visa-kort sem tengja saman fólk um allan heim¹

~14 K

Fjármálastofnanir²

276 B

Greiðslumátar³

130 M+

Sölustaðir um allan heim⁴

Breytingar á greiðsluháttum

Við sjáum gríðarlega vaxtarmöguleika í heimi mismunandi greiðslumáta og erum að róa að því öllum árum að breyta 18 biljóna dala viðskiptum með peninga og ávísunanir í stafrænar greiðslur.

Sköpun tækifæra

Viðskiptanet okkar skapar tækifæri til að gera stafrænar greiðslur aðgengilegar fyrir neytendur, fyrirtæki og stjórnvöld um allan heim með því að auðvelda P2P, B2C, B2B, B2b og G2C greiðslur.

Stuðningur við þitt fyrirtækið

Greiðslumátar halda áfram að þróast. Það gera þarfir þíns fyrirtækis líka. Þess vegna býður Visa viðskiptavinum sínum fjölbreytt úrval af þjónustu sem nær yfir allt frá rannsóknum á svindli og öryggi gagna til ráðgjafar og greininga.


Frumkvöðlar í greiðslutækni

Ferðalag okkar hófst árið 1958, þegar Bank of America kynnti fyrsta greiðslukortið í Bandaríkjunum. Árið 1974 var síðan hægt að borga með Visa-korti á alþjóðavísu og árið 1975 kom fyrsta debetkortið. Árið 2007 voru svæðisbundin fyrirtæki um allan heim sameinuð til að stofna Visa Inc. og árið 2008 var fyrirtækið skráð á fjármálamarkaðinn sem eitt stærsta frumútboð sögunnar. Í dag störfum við í meira en 200 löndum og landsvæðum með vörur og þjónustu sem hægt er að nýta sér með kortum, fartölvum, spjaldtölvum og farsímum. Við höldum áfram að þróast en markmið okkar er óbreytt – að upphefja alla alls staðar með því að vera besta leiðin til að greiða og fá greitt.

BankAmericard

1958

Bank of America kynnir BankAmericard, fyrsta kortið með möguleika á veltiláni

Visa verður til

 

1976

BankAmericard breytir nafni sínu í Visa – nafn sem hljómar eins á öllum tungumálum

Kynntu þér Visa Inc.

2007

Visa stofnar alþjóðlega samsteypu en Visa Europe er áfram í eigu meðlima

Visa’s Lynne Biggar, Kelly Tullier, & a group of 10+ year employees joined by NYSE President Stacey Cunning to celebrate Visa’s 60 years of existence.
¹ Frá og með 30. júní 2023.
² Frá og með 30. september 2023.
³ Á 12 mánaða tímabili fram til 30. september 2023 eru greiðslur og staðgreiðsluviðskipti meðtalin.
⁴ Þetta telur um 30 milljónir staðsetninga i gegnum greiõslumilðara, sem eru tækniveitendur sem veita söluaðilum greiðslumóttökuþjónustu fyrir hönd færsluhirða. Samkvæmt upplýsingum sem Visa fékk frá fjármálafyrirtækjum og öðrum þriðju aðila þjónustuaðilum frá og með 30. júní 2023.