Visa Secure með EMV 3-D Secure

Visa átti frumkvæðið að upprunalegu 3-D Secure lausninni fyrir meira en 15 árum síðan til að vernda rafræn viðskipti með því að bjóða upp á viðbótar sannvottun áður en heimild var veitt. 3-D Secure (3DS) auðveldar gagnaflutning á milli söluaðila, útgefanda korts og, þegar þörf krefur, neytandans, til að staðfesta að færslan hafi verið hafin af réttmætum eiganda reikningsins.

Aukin notkun rafrænna viðskipta

Vinsældir rafrænna viðskipta halda áfram að aukast um allan heim efitr því sem sífellt fleiri neytendur kjósa netverslun fram yfir hefðbundna verslun. Þessi vöxtur stafrænna viðskipta krefst þess að fyrirtæki komi í veg fyrir svindl í kortalausum viðskiptum og að góð viðskipti séu samþykkt hnökralaust.

Að taka á flóknum öryggisþörfum nútímans

Visa vann með öðrum greiðslufyrirtækjum við að þróa nýja kynslóð samskiptareglna—EMV 3-D Secure. Visa Secure er alþjóðleg EMV 3-D Secure lausn Visa sem gerir sannvottun einfalda, minnkar árekstra fyrir neytendur og hjálpar til við að koma í veg fyrir svindl í kortalausum viðskiptum.

Fríðindi

Shield Checkmark

Ákjósanlegasta upplifun fyrir viðskiptavini

Styður mismunandi greiðsluleiðir og skilar samræmdri vef- og farsímaupplifun

Tailor Payments Solutions Icon

Meira samþykki og minna svindl

Býr til aukin gagnasamskipti milli söluaðila og útgefenda til að bæta ákvörðunarheimildir og uppgötvun á svindli

Ecommerce Icon

Sveigjanlegt UX og meiri stjórn

Veitir betri samþættingu sannvottunarferlisins við verslunarupplifun hjá söluaðilanum

Reduce Fraud Icon

Uppfyllir svæðisbundnar reglur

Styður öfluga sannvottun viðskiptavina fyrir útgefendur, færsluhirða og greiðsluþjónustuaðila á skipulegum mörkuðum

Doucment icon

Náðu í innleiðingarleiðbeiningar færsluhirða

Þessar leiðbeiningar innihalda upplýsingar um vinnsluflæði EMV 3-D Secure, hvernig á að byrja, hugbúnaðarreglur og fleira. Ef þú ert ekki með Visa Online reikning skaltu tala við færsluhirði þinn eða umsjónaraðila Visa reikningsins þíns.
 

Úrræði

Visa Secure logo.

Hafðu samband við Visa kortaútgefanda þinn beint til að fá frekari upplýsingar