Við kynnum Dzsenifer
Dzsenifer er fædd í Búdapest í Ungverjalandi og flutti með fjölskyldu sinni til Þýskalands árið 1996, eftir að faðir hennar, sem sjálfur hefur spilað fjórum sinnum með ungverska karlalandsliðinu, hafði skrifað undir samning við 1. FC Saarbrücken. Hún hóf feril sinn hjá DJK Burbach, þar sem hún lék með drengjaliðinu.
Árið 2007, 14 ára gömul, varð Marozsán yngsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar þegar hún lék frumraun sína fyrir 1. FC Saarbrücken. Dzsenifer spilar nú á miðjunni með Olympique Lyonnais, sem og þýska kvennalandsliðinu.
Á Ólympíuleikunum 2016 leiddi Dzsenifer þýska liðið til sigurs þar sem það nældi sér í sitt fyrsta Ólympíugull í fótbolta. Dzsenifer er stöðugt í fremstu röð og í september 2020 lék hún sinn 100. leik fyrir Þýskaland sem endaði með 3-0 sigri gegn Svartfjallalandi í undankeppni UEFA Evrópubikars kvenna 2022.
Land
Þýskaland
Félag
Lyon