Örugg innkaup með Visakortinu þínu

Með því að nota Visakort getur þú haldið utan um útgjöld þín á öruggan hátt. Visa er í fremstu röð kortafyrirtækja í heiminum og þróar stöðugt nýjar tæknilegar lausnir til að auka öryggi kerfisins.

Upp hafa komið tilfelli þar sem korthafar hafa fengið falsaðan tölvupóst þar sem þeir eru hvattir til að gefa upp persónulegar upplýsingar um Visakort sitt. Það er nauðsynlegt að vita að Visa hefur aldrei samband við korthafa beint, hvorki með tölvupósti eða í síma til að spyrja um persónulegar upplýsingar varðandi Visa kort þeirra.

Örugg innkaup á netinu

Notaðu kortið þegar þú verslar á netinu svo þú getir fengið peningana til baka ef þú færð ekki vöruna, varan er gölluð eða önnur vandamál koma upp.

Kaupvörn veitir þér öryggi jafnvel eftir að viðskiptin hafa farið fram

Í einstaka tilfellum kemur fyrir að eitthvað fer úrskeiðis við kaupin. Vandamál geta komið upp við afhendingu vörunnar eða varan er gölluð – þá getur þú fengið vöruna endurgreidda.

Það eina sem þú þarft að gera er að hafa samband við bankann þinn.

Við hjálpum þér

Þú þarft alltaf að hafa fyrst samband við verslunina eða fyrirtækið sem þú verslaðir við. Oftast er hægt að leysa málið þannig. Ef það gengur ekki, skaltu hafa samband við þinn banka eins fljótt og þú getur og leggja fram kvörtun vegna viðskipta þinna með kortinu.

Kaupvörn gildir fyrir kaup í verslun og á netinu.

Það er engin hámarksupphæð fyrir vöru eða þjónustu sem kvartað er yfir. Kaupvörn þín gildir jafnt í raunverulegum búðum eins og við verslun á netinu þar sem varan er afhent eftir að kaupin hafa verið gerð. Öryggið fylgir þér jafnvel þegar þú verslar utan Íslands.

Viltu nota kaupvörn þína? Hafðu samband við bankann þinn og fáðu meiri upplýsingar um það hvenær kaupvörnin gildir!

Þú færð endurgreitt þegar þú hefur verslað með kortinu og:

  • Varan eða þjónustan er ekki afhent, t.d. vegna gjaldþrots eða vandamála við flutning.
  • Varan hefur skemmst, er gölluð eða er ekki rétta varan.

*Samkvæmt skilmálum útgáfubanka kortsins.