Hvernig mun heimur þinn breytast?
Fjöldi rafbíla í heiminum fór yfir 10 milljónir árið 2020. Þessi tala nærri tvöfaldaðist í lok árs 2021. Nú þegar hleðsluinnviðir aukast til að mæta eftirspurn, vinnur Visa að því að skapa óaðfinnanlega greiðsluupplifun fyrir alla ökumenn.
Það sem rafbílaeigendur þurfa að vita
Visa vill gera greiðslu fyrir hleðslu á rafbílum þægilegri fyrir ökumenn. Kynntu þér hvernig hleðsla á rafbílnum þínum þegar þú ert að heiman getur orðið hluti af lífi þínu—allt frá öppum sem finna bestu hleðslustöðvarnar fyrir þig, til snöggra, snertilausra greiðslna.
Þú getur búist við fleiri og fleiri opinberum hleðslustöðvum
Á mörgum svæðum eru enn ekki nógu margar opinberar hleðslustöðvar til að anna eftirspurn. Þó eru möguleikarnir á því að hlaða rafbílinn þegar þú ert að heiman að aukast: hundruðir þúsunda opinberra hleðslustöðva hafa opnað um allan heim og búist er við að rafhleðslumarkaðurinn muni sjöfaldast á næsta áratug.
Verið tilbúin fyrir margar tegundir greiðsluaðferða
Rafbílaeigendur geta búist við að hafa möguleika á margs konar greiðsluaðferðum. Þú gætir greitt með snertilausu korti á einni rafhleðslustöð og greitt með RFID-stimplamerki eða símaappi á þeirri næstu. Visa vinnur nú við að betrumbæta staðlaðar greiðslur og einfalda greiðsluaðferðir á rafhleðslustöðvum.
Notaðu staðsetningarapp til að skipuleggja ferðina
Hvar eru rafhleðslustöðvar á leið þinni? Hversu hratt geturðu hlaðið? Hversu mörg kílóvött á klst. þarftu? Það fer eftir ýmsum þáttum, hleðslan gæti tekið nokkrar mínútur-eða nokkra klukkutíma. Staðsetningaröpp geta aðstoðað þig við að finna upplýsingar um nálægar stöðvar, þ.m.t. opnunartíma, önnur fríðindi í nágrenninu, fjölda hleðslustaða og hversu hratt er hægt að hlaða bíla.
Rafbílar í sviðsljósinu
Hvað söluaðilar þurfa að vita
Munurinn á troðfullri hleðslustöð og tómri getur farið eftir því hversu auðveld greiðslan er fyrir viðskiptavini. Það eru nokkrar leiðir sem söluaðilar hafa til að tryggja jákvæða greiðsluupplifun.
Setja upp greiðslustöð
Greiðslustöð sem tekur við Visa tryggir að allir ökumenn geti hlaðið á stöðinni. Snertilausar greiðslulausnir eru sérstaklega aðlaðandi valkostir og þær njóta vaxandi vinsælda, að hluta til vegna þess að þær kosta minna í innleiðingu og eru í forgangi hjá korthöfum.
Skilningur á stafrænum greiðslulausnum
Söluaðilar gætu þurft að bjóða upp á stafrænar greiðslulausnir á hleðslustöðvum eins og farsímagreiðsluöpp. Með þessum greiðslulausnum þarftu venjulega að hala niður appi eða bera sérstakt strikamerki til að greiða. Hleðslufyrirtæki með stafrænum greiðslulausnum ættu að íhuga að bæta við kortagreiðslulausnum (t.d. smella til að borga (Tap to Pay)) sem stuðla að samvirkni og auðveldri greiðslu fyrir þann viðskiptavin sem hefur ekki aðgang að appi eða strikamerki eða á í erfiðleikum með að tengjast.
Notaðu rétta kóðategund söluaðila (merchant category code (MCC))
Allar almennar hleðslustöðvar verða að vera flokkaðar með MCC 5552 samkvæmt reglum Visa. Bankar bjóða upp á eldsneytisverðlaun og önnur verðlaun byggð á MCC, þannig að réttur kóði er betri fyrir viðskiptavini og getur dregið úr símtölum í þjónustuver. Samkvæmt þessum reglum er söluaðilum sem bjóða einnig bílastæðaþjónustu heimilt að nota MCC sem táknar hæsta sölumagn fyrirtækisins. Hins vegar er kóðun á sölu frá hleðslu og bílastæði sérstaklega enn betri lausn.
Vertu með gagnsæja greiðsluupplifun
Smásöluaðilar geta valið úr nokkrum heimildategundum um leyfi þegar þeir fá bankasamþykki um rafhleðsluviðskipti. Þessar heimildategundir eru ólíkar þeim sem bensínstöðvar nota.
Það eru tvær algengar heimildategundir sem eru notaðar fyrir rafhleðsluviðskipti. Sú fyrri felur í sér að áætla „bestu ágiskuðu“ upphæðina og leiðrétta lokaupphæðina síðar. Sú seinni felur í sér að nota þekkta upphæð sem er annað hvort (a) fyrirfram valin af viðskiptavininum eða (b) ákveðin með því að senda heimild fyrir nákvæmri upphæð eftir að hleðslunni lýkur.
Ef notast er við áætlun (samkvæmt fyrstu heimildategundinni), mælir Visa með því að smásöluaðilar miðli þeirri áætlun til viðskiptavina og tryggi þeim að yfirdráttarheimild verði afturkölluð. Fyrir frekari spurningar um bestu starfsvenjur heimildategunda skaltu hafa samband við færsluhirði þinn.
Ath.: Evrópskir söluaðilar gætu þurft að íhuga heimildategundir aukalega til að tryggja að farið sé eftir hertum reglum um sannvottun viðskiptavina (strong customer authentication (SCA)).