Spjallaðu við okkur
Spjallaðu núna við einn af starfsmönnum þjónustuvers okkar.
Spjallaðu núna við einn af starfsmönnum þjónustuvers okkar.
Fyrirvari: Hugsanlegt er að sum snjalltæki styðji ekki netspjall.
Ef land/svæði þitt er ekki að finna á listanum, eða ef þú lendir í vanda við að hringja í gjaldfrjálsu númerin skaltu hringja í númerið +1-303-967-1096 og biðja um að viðtakandi greiði fyrir símtalið. (Til að biðja um að viðtakandi greiði fyrir símtalið þarf að nota símafyrirtækið á viðkomandi svæði.)
Við getum aðstoð þig í gegnum spjall eða síma. Smelltu á spjallhnappinn eða finndu símanúmerið, veldu bara landið sem þú hringir frá í reitnum hér að ofan.
Fulltrúi Visa mun gera glataða eða stolna kredit- eða debetkortið þitt óvirkt og láta bankann þinn strax vita. Ef kortinu þínu var stolið getur þetta hjálpað við að koma í veg fyrir svik.
Visa mun vinna með bankanum þínum til að láta þig hafa nýtt debet- eða kreditkort og senda það til þín innan 24 til 72 klukkustunda.
Við getum gert ráðstafanir til að útvega þér neyðarkort eða reiðufé innan skamms tíma. Ef þú hringir í okkur getum við læst kortinu þínu (ef kortanúmerið er þekkt) og tengt þig við fjármálastofnun þína/bankann þinn. Síðan, eftir að bankinn hefur veitt samþykki, geturðu líka fengið neyðarkort í stað gamla kortsins innan eins til þriggja virkra daga.* Að öðrum kosti getum við annast um að reiðufé verði tiltækt á staðsetningu nálægt þér, venjulega innan nokkurra klukkustunda frá samþykki bankans þíns.
*Ákveðnar takmarkanir eiga við
Stefna Visa um enga skaðabótaábyrgð (Zero Liability Policy)* er trygging okkar fyrir því að þú munir ekki bera ábyrgð á óheimilum gjaldfærslum sem gerðar eru með þínum reikningi eða reikningsupplýsingum. Þú nýtur verndar ef Visa kredit- eða debetkortið þitt glatast, því er stolið eða það notað á sviksamlegan hátt, á netinu eða utan nets.
* Stefna Visa um enga skaðabótaábyrgð á ekki við ákveðin viðskiptakort og færslur á nafnlausum fyrirframgreiddum kortum eða færslur sem ekki eru meðhöndlaðar af Visa. Korthafar verða að gæta varúðar og vernda kort sín. Einnig verða þeir að tilkynna fjármálastofnunni sem gefur út kortið samstundis um alla óleyfilega notkun. Hafðu samband við kortaútgefanda til að fá frekari upplýsingar.