Persónuverndarmiðstöð Visa, persónuverndartilkynning

Visa kann að meta traust þitt og virðir friðhelgi einkalífs þíns. Þessi Persónuverndarmiðstöð var búin til í því skyni að hjálpa þér að skilja hvernig við notum persónuupplýsingar þínar og hvernig þú getur haft umsjón með friðhelgisstillingum þínum.

Persónuvernd þín

Fáðu frekari upplýsingar um skuldbindingu okkar varðandi persónuvernd, lestu persónuverndartilkynningar okkar, fáðu frekari upplýsingar um persónuverndarvalkosti þína og finndu svör við algengum spurningum.

Skuldbinding okkar

Visa skuldbindur sig til að vernda friðhelgi og öryggi persónuupplýsinga þinna. Upplýsingarnar sem þú deilir með Visa gera okkur kleift að veita þér bestu upplifun við notkun vara okkar og þjónustu.Við erum með alþjóðlegt persónuverndarkerfi sem verndar allar persónuupplýsingar sem við söfnum og hjálpar til við að tryggja að persónuupplýsingar séu unnar á réttan hátt um allan heim.

Kjarni reksturs okkar snýst um að vinna sér inn traust og viðhalda því. Visa hefur skuldbundið sig til gagnsæis í persónuverndarstefnu sinni og við viljum að þú eigir samskipti við okkur í trúnaði. Tenglarnir að neðan geta hjálpað þér að finna þær upplýsingar sem þú þarft varðandi það hvernig við vinnum persónuupplýsingar.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur beint ef þú ert með einhverjar aðrar spurningar. Samskiptaupplýsingar okkar má finna í hlutanum „Hvern ætti ég að hafa samband við með persónuverndarspurningar“ í hlutanum „Sp.+Sv.“ hér að neðan.


Persónuverndartilkynningar

Lestu Alþjóðlegu persónuverndartilkynningu   okkar

Viðbótartilkynningar

Fyrir Evrópska efnahagssvæðið (EES)  


Persónuverndarvalkostir þínir

Visa býður þér mismunandi valkosti um hvernig við eigum samskipti við þig og notum upplýsingarnar þínar. Þú getur lesið um valkosti þína í alþjóðlegu persónuverndartilkynningunni eða notað þessa tengla til að stjórna þínum kjörstillingum hjá Visa og sumum samstarfsaðilum okkar á auglýsingasviði.

Markaðslausnir Visa - Úrsögn

Fáðu frekari upplýsingar um úrsögn úr Markaðslausnum Visa.

Stilla kjörstillingar auglýsinga

Þjónustuveitendur okkar safna upplýsingum um notkun þína á vefsíðunni til að sérsníða þær auglýsingar sem þú gætir séð hér eða á öðrum vefsíðum. Þetta verkfæri gerir þér kleift að segja þig úr notkun á þessum upplýsingum vegna hegðunartengdra auglýsinga á netinu í gegnum Evidon.

Network Advertising Initiative (NAI)

Úrsagnarsíða Network Advertising Initiative (NAI) er með upplýsingar um hvar þú getur fengið frekari upplýsingar um sérsniðnar netauglýsingar og valkosti þína til úrsagnar.

Adobe Marketing Cloud

VVið kunnum að markaðssetja „markmiðaðar“ eða „áhugasviðstengdar“ auglýsingar sem eru byggðar á áhugasviðum þínum og athöfnum á netinu. Persónuverndarvalkosti fyrir Adobe Marketing Cloud má finna hér.

Google

Frekari upplýsingar um markmiðaðar auglýsingar frá Google, Google Analytics og úrsagnarvalkosti

Facebook vefkökur og auglýsingar

Frekari upplýsingar um Facebook vefkökur, auglýsingar og úrsagnarvalkosti

Twitter vefkökur og auglýsingar

Frekari upplýsingar um Twitter vefkökur, auglýsingar og valkosti til úrsagnar


Sp. + Sv.

Hér má finna svör við algengum persónuverndartengdum spurningum.

Hvar get ég fengið frekari upplýsingar um hvernig Visa safnar, notar og deilir upplýsingum mínum?

Sérhver vara, þjónusta og verkvangur Visa er með persónuverndartilkynningu sem veitir þér upplýsingar um hvaða persónuupplýsingum er safnað og hvernig persónuupplýsingar eru notaðar og birtar. Leitaðu að tenglinum „persónuvernd“ neðst á hverri síðu. Flestar vefsíður Visa eru með tengil í alþjóðlegu persónuverndartilkynningu Visa en sumir verkvangar eru með sína eigin persónuverndartilkynningu.

Ég vil skilja hvernig önnur fyrirtæki nota persónuupplýsingar mínar, til dæmis kortaútgefendur Visa og samstarfsaðilar á kynningarsviði. Hvar finn ég viðeigandi persónuverndartilkynningu?

Persónuverndartilkynningar Visa fjalla aðeins um notkun og birtingu upplýsinga af hálfu Visa Inc. og hlutdeildarfélögum þess. Vinsamlegast hafðu samband við fjármálastofnunina eða annan aðila sem gaf út Visa kortið þitt til að fá frekari upplýsingar um persónuvernarstefnur þeirra. Ef þú tekur að auki þátt í kynningu eða tilboði hjá þriðja aðila (til dæmis söluaðila eða samstarfsaðili á ferðasviði) skaltu lesa persónuverndartilkynninguna sem þú hefur fengið frá því fyrirtæki eða eiganda síðu.

Hvaða úrræði notast Visa við til að tryggja öryggi upplýsinga minna?

Við notum efnislegar, tæknilegar, skipulagslegar og umsýslulegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar gegn óheimiluðum aðgangi eða tjóni.

Hvaða öryggisráðstafanir eru til staðar hjá Visa varðandi flutning á persónuupplýsingum frá Evrópu?

Innri flutningur Visa á persónuupplýsingum yfir landamæri fellur undir samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kallast föst samningsákvæði.

Hvern get ég haft samband við hjá Visa varðandi spurningar tengdar persónuvernd?

Þú getur sent tölvupóst til Alþjóðapersónuverndarskrifstofu Visa (Visa Global Privacy Office)á netfangið privacy@visa.com eða sent okkur bréf á:

Visa Global Privacy Office
900 Metro Center Blvd.,
Foster City, CA, 94404 USA