Um Visa Ráðgjöf og greiningu
Um okkur

Visa Ráðgjöf og greining (VCA) er greiðsluráðgjöf Visa.
Við erum alþjóðlegt teymi nokkurra hundruða greiðsluráðgjafa og gagnasérfræðinga í sex heimsálfum.
Ráðgjafar okkar eru sérfræðingar í stefnumótun, vörum, viðskiptamannaskrám, áhættustýringu, stafrænu efni ásamt fleiru og erum með áratuga reynslu í greiðslumiðlunargeiranum.
Gagnasérfræðingar okkar eru sérfræðingar í tölfræði, háþróuðum greiningaraðferðum og gervigreind með aðgang að VisaNet, einu stærsta greiðslumiðlunarneti heims.
Sérfræðiþekking okkar á greiðslukerfum ásamt góðu aðgengi að gögnum gerir okkur kleift að greina og ráðleggja og þar með auðvelda að teknar verði betri ákvarðanir út frá viðskiptalegum sjónarmiðum.
Þjónustan okkar
Við bjóðum upp á ráðgjafarþjónustu fyrir útgefendur, kaupendur, söluaðila, fjártæknifyrirtæki og aðra á þeim sex stigum sem spanna ferilinn frá upphafi til enda.

Aðferðafræðin
Við aðstoðum viðskiptavini að móta greiðsluáætlanir til að stuðla að auknum vexti og arðsemi, auka samkeppnishæfni í hinu stafræna hagkerfi og huga að lykilatriðum í rekstrinum eins og opinni bankastarfsemi, rauntímagreiðslum og sífellt umfangsmeiri þjónustu þriðja aðila.

Varan
Við bjóðum viðskiptavinum okkar virðisaukandi þjónustu eins og vöruþróun, viðbætur og uppfærslur

Viðskiptamannaskrá
Við aðstoðum viðskiptavini að velja réttan hóp viðskiptavina og bestu aðferðafræði til þess að auka viðskipti, þátttöku og viðhalda viðskiptasambandi

Áhættustýring
Við aðstoðum viðskiptavini við að stýra áhættu og uppgötva svik samhliða því að hámarka notagildi fyrir viðskiptavininn

Stafræn þjónusta
Við aðstoðum viðskiptavini við að þróa og framkvæma stafræna áætlun sem m.a. snýr að því að hámarka kortanotkun, fjölda korta, virkjun korta og viðhalda viðskiptasambandi

Framkvæmd
Ráðgjafar okkar liðsinna viðskiptavinum okkar varðandi innleiðingu og framkvæmd tillagna okkar